Á sjötta hundrað manns sáu kýrnar fagna sumri
17.05.2011
Um 300 gestir komu í heimsókn að bænum Helluvaði í Rangárvallasýslu sl. laugardag til að fylgjast með þegar kúnum á bænum var hleypt úr fjósi. Ábúendur voru afar ánægðir með viðtökurnar og gestirnir sömuleiðis með upplifunina. Boðið var upp á léttar veitingar í boði ábúenda og MS Selfossi. M.a. voru ábrystir í boði, með kanelsykri og saft og vakti það mikla lukku. Að Ytri-Tjörnum í Eyjafirði komu um 250 gestir sl. sunnudag og fylgdust með kúm sletta úr klaufum þar á bæ. MS Akureyri bauð upp á hressingu þar. Alls fylgdust því á sjötta hundrað manns með því þegar kýrnar fögnuðu sumri á þessum tveimur bæjum. Lítill vafi er á að uppákomur sem þessar eru mjög jákvæðar fyrir greinina og þá gesti sem á þær komu./BHB
![]() |
Hluti gesta og nokkrar kýr á Ytri-Tjörnum. Mynd: Hörður Finnbogason. |