Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Á sjötta hundrað manns sáu kýrnar fagna sumri

17.05.2011

Um 300 gestir komu í heimsókn að bænum Helluvaði í Rangárvallasýslu sl. laugardag til að fylgjast með þegar kúnum á bænum var hleypt úr fjósi. Ábúendur voru afar ánægðir með viðtökurnar og gestirnir sömuleiðis með upplifunina. Boðið var upp á léttar veitingar í boði ábúenda og MS Selfossi. M.a. voru ábrystir í boði, með kanelsykri og saft og vakti það mikla lukku. Að Ytri-Tjörnum í Eyjafirði komu um 250 gestir sl. sunnudag og fylgdust með kúm sletta úr klaufum þar á bæ. MS Akureyri bauð upp á hressingu þar. Alls fylgdust því á sjötta hundrað manns með því þegar kýrnar fögnuðu sumri á þessum tveimur bæjum. Lítill vafi er á að uppákomur sem þessar eru mjög jákvæðar fyrir greinina og þá gesti sem á þær komu./BHB

 

Umfjöllun RUV

Umfjöllun Bændablaðsins

 

Hluti gesta og nokkrar kýr á Ytri-Tjörnum. Mynd: Hörður Finnbogason.