Beint í efni

Á maísverð eftir að tvöfaldast?

31.07.2006

Á vef Kauphallarinnar í Chicago kemur fram að væntingar eru um að verð á maís fari mjög hækkandi á komandi árum. Talað er um tvöföldun á verði árið 2008. Í byrjun júlímánaðar var maísverð það hæsta í tvö ár vegna útlits fyrir lélega uppskeru í Bandaríkjunum vegna þurrka. Þá hefur eftirspurn eftir maís til etanólframleiðslu tvöfaldast á stuttum tíma. Það gæti þó slegið á verðhækkanirnar að ræktendur hyggjast nú legga mun meira land undir maísræktina á komandi ári.