Beint í efni

90 ára frjótæknir enn að störfum!

12.07.2006

Þann 20. apríl s.l. varð Magnus Johannesen 90 ára. Það er svosem ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá staðreynd að Magnus þessi gengur enn til starfa sem frjótæknir í Færeyjum. Því starfi hefur hann gegnt síðan 1958, þegar fyrst var flutt djúpfryst sæði úr NRF gripum til landsins, í heil 48 ár.

Magnus hefur því verið með í öllu ferlinu, allt frá því að farið var að sæða færeyskar kýr með NRF sæði, yfir í það að kúastofninn varð hreinn Norsk Rødt Fe. Magnus þessi ku hafa sinnt starfi sínu af trúmennsku og alúð, einnig hefur hann ætíð náð háu fanghlutfalli. Þá hafa bændur leitað ráða hjá honum varðandi ýmislegt sem búskapinn varðar.

 

Á síðustu misserum hafa færeyskir kúabændur í auknum mæli flutt inn sæði frá Danmörku, úr svartskjöldótta stofninum Sortbroget Dansk Malkerace. Ástæða þess er meiri afkastageta SDM en NRF kúnna.