
9% lægra verð mjólkurvara hér á landi en meðalverð í 27 löndum Evrópu!
29.06.2010
Niðurstöður úr evrópskri könnun á verði matvæla, sem gerð var vorið 2009, hafa verið gefnar út og er að finna á vef Hagstofu Íslands. Í könnuninni er verð á sambærilegri körfu matvæla borið saman í evrum og er notað meðalverð og -gengi ársins 2009. Athygli vekur hve lágt verðið er á íslenskum mjólkurvörum miðað við samanburðarlöndin en meðalverð mjólkurvaranna var 9% lægra. Sýnir þessi niðurstaða vel gildi þess
fyrirkomulags sem er á verðlagningu mjólkurvara, til hagsbóta fyrir neytendur.
Útkoma kjötgreinanna var einnig afar góð, en kjöt til neytenda kostar hér það sama og meðalverð allra landanna sem borin voru saman. Ef eingöngu er horft til þeirra landa sem Íslendingar miða sig oft við, þ.e. Norðurlöndin og Bretlands, má sjá að kjötverð hér á landi er lægst en lang hæst er það í Noregi.
Nánari upplýsingar má nálgast á vef Hagstofu Íslands, með því að smella hér.