83% kúabænda samþykkja breytingu á mjólkursamningi – 56% kjörsókn
02.06.2009
Atkvæði vegna breytinga á mjólkursamningnum voru talin í dag. Á kjörskrá voru 1.344 og greiddu 749 atkvæði, eða 55,7%. Já sögðu 625 sem er 83,4%, nei sögðu 106 eða 14,2%. Auðir seðlar voru 13, 1,7% og ógildir 5 eða 0,7% greiddra atkvæða.
Breytingin á samningnum um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar er því samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.