Beint í efni

8. fundur stjórnar LK 2017-2018

17.01.2018

Áttundi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2017-2018, var haldinn símleiðis, miðvikudaginn 10. janúar kl.21:15

Á fundinn mættu Arnar Árnason formaður, Pétur Diðriksson, Bessi Freyr Vésteinsson, Elín Heiða Valsdóttir og Herdís Magna Gunnarsdóttir. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og svo var gengið til dagskrár.

Þetta var gert:

  1. Aðalfundur og árshátið Landssambands kúabænda

Aðalfundur Landssambands kúabænda verður haldinn á Hótel Selfossi dagana 6.-7. apríl og árshátíð samtakanna á Hótel Selfossi laugardagskvöldið 7. apríl. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram. Þurfa öll gögn frá aðildarfélögum hafa borist skrifstofu LK eigi síðar en 16. mars nk. Fundarboð á aðalfund verður sent út til formanna aðildarfélaga í dag. Ljóst er að fulltrúum muni fækka frá fyrra ári þar sem miðað er fjölda félagsmanna á félagssvæðinu sem hafa greitt félagsgjald til LK samkvæmt grein 3.a. í samþykktum samtakanna, líkt og kveðið er á í grein 5.3. Skal einn fulltrúi kosinn á aðalfund fyrir hverja byrjaða 35 félagsmenn. Fjöldi fulltrúa verður 26.

  1. Önnur mál

a) Starfshópar samtakanna er vinna að stefnumörkun í mjólkur- og nautakjötsframleiðslu hafa nú báðir tekið fyrsta fund og hefur gengið vel. Voru þeir fundir byggðir upp á svokölluðu þjóðfundarfyrirkomulagi sem byggist fyrst og fremst á hugmyndavinnu.

Í kjöthópnum sitja:

  • Bessi Freyr Vésteinsson, Hofsstaðaseli
  • Herdís Magna Gunnarsdóttir, Egilsstöðum
  • Örn Karlsson, Sandhóli
  • Viðar Hákonarson, Árbót
  • Elvar Eyvindsson, Skíðbakka
  • Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska
  • Ólafur Ágústsson, matreiðslumaður

Í mjólkurhópnum sitja:

  • Arnar Árnason, Hranastöðum, formaður LK
  • Pétur Diðriksson, Helgavatni
  • Elín Heiða Valsdóttir, Úthlíð
  • Davíð Logi Jónsson, Egg
  • Rafn Bergsson, Hólmahjáleigu
  • Anna Sólveig Jónsdóttir, Svalbarða
  • Hermann Ingi Gunnarsson, Klauf
  • Björgvin Gunnarsson, Núpi
  • Ingi Björn Árnason, Marbæli
  • Jóhanna Hreinsdóttir, Káraneskoti,
  • Bjarni Ragnar Brynjólfsson, skrifstofustjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði

Stefnt er á næstu fundi í lok janúarmánaðar.

b) Formaður kynnti fyrir stjórn mögulega vinnu til að meta nánar áhrif nýs tollasamnings og EFTA dómsins frá í nóvember. Málið verður kynnt betur á næsta stjórnarfundi.

c) Formaður tilkynnir stjórn að hann verði viðmælandi Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi nk. sunnudag, 14. janúar.

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 22:15

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda