Beint í efni

8. fundur LK 2020-2021

25.03.2021

Áttundi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2020-2021 varhaldinn miðvikudaginn 3. mars kl. 20:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Mætt eru Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður, Rafn Bergsson, varaformaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Sigurbjörg Ottesen og Vaka Sigurðardóttir. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

 1. Fundargerð 7. fundar stjórnar LK starfsárið 2020-2021. Fundargerð samþykkt og verður birt á naut.is að fundi loknum.
 2. Viðbótarfjármagn til nautakjötsframleiðenda. Stjórn sammála að fjármunirnir nýtist greininni best nú með greiðslu á alla UN-gripi sem slátrað var árið 2020. Umræður um áframhaldandi uppbyggingu og þróun nautakjötsframleiðslunnar, ógnanir og tækifæri. Rætt um möguleikann á kyngreiningu sæðis hérlendis og stjórn samþykkir að senda erindi með ósk um greiningu á möguleikum þess til RML.
 3. Mjólkuruppgjör. Stjórn LK sendi erindi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis föstudaginn 26. febrúar sl. þar sem óskað var eftir að ráðstöfun þessi yrði endurskoðuð, ellegar skýringum og rökstuðningi á því hvers vegna önnur reikniaðferð er notuð nú, sem leiðir til þess að greiðslumark sem ekki var framleitt uppí og fékk undanþágu frá framleiðsluskyldu er litið á sem nýtingu og kemur því til frádráttar heildargreiðslumarki við mjólkuruppgjör, en þegar um lægri framleiðsluskyldu en 100% er að ræða. Erindið var samþykkt af stjórn í gegnum tölvupóst 26. febrúar og sent sama dag. Gert er ráð fyrir svari frá ráðuneytinu í vikunni 8.-12. mars.
 4. Sæðingagjöld. Erindi frá starfshópi LK og BÍ um sæðingagjöld (sjá fundargerð 2. fundar LK 2020-2021). Lagt er til að semja við Bssl um  frekari greiningarvinnu fyrir starfshópinn til að geta betur unnið tillögur að úrbótum. Áætlaður kostnaður er kr. 660.000 +VSK. Stjórn samþykkir að sækja um í þróunarfé nautgriparæktarinnar fyrir verkefnið og LK komi til móts við kostnaðinn.
 5. Aðalfundur Landssambands kúabænda. Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu undirbúnings. Aðalfundir aðildarfélaga eru farnir af stað og skulu öll gögn hafa borist skrifstofu LK fyrir 20. mars nk. Samkvæmt samþykktum LK þurfa samþykktarbreytingar einnig að berast stjórnum aðildarfélaga 20 dögum fyrir aðalfund, eða 20. mars nk. Stjórnartillögur og frekari undirbúningur verður tekið fyrir á næsta stjórnarfundi.
 6. Næsti stjórnarfundur. Stjórn sammála að halda staðarfund í Reykjavík 19. mars nk.
 7. Önnur mál.
  • Búið er að boða til kynningarfundar á Mælaborði landbúnaðarins föstudaginn 5. mars. Formaður og framkvæmdastjóri sitja fundinn.
  • Umræður um tollamál og þróun tolla. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram.
  • Umræður um lánamál bænda, vaxtakjör og endurfjármögnun lána. Stjórn samþykir að senda formlegt erindi á Byggðastofnun. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram.
  • Rætt um skilgreiningu á heimavinnslu afurða. Framkvæmdastjóra falið að skoða.

Fleira var ekki gert og fundi slitið 21:30.

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda