Beint í efni

75% aukning á skyrsölu í Danmörku

14.05.2012

Íslenskt skyr er framleitt í Danmörku af þremur afurðastöðvum og þar af er ein þeirra Thise Mejeri. Þessi afurðastöð framleiðir skyrið í raun í umboði íslenskra kúabænda þar sem afurðastöðin er með sérleyfissamning við Auðhumlu um skyrframleiðsluna. Samkvæmt frétt í Skive Folkeblad selur afurðastöðin nú skyr fyrir um 44 milljónir íslenskra króna á mánuði og hefur söluaukningin á liðnum 12 mánuðum verið heil 75%. Fyrir vikið er skyr sú afurð sem er með lang mesta söluaukningu hjá Thise Mejeri.

 

Eins og fram kom í frétt hér á vefnum fyrir skömmu er greinilegt að skyr er að ná fótfestu á danska markaðinum enda er nú risinn Arla farinn að selja skyr sem hluta af sinni framleiðslu. Ástæðan fyrir góðu gengi skyrsins má m.a. rekja til þess að besti veitingastaður í heimi samkvæmt mati matgæðinga hjá Michelin, NOMA í Kaupmannahöfn, er m.a. með íslenskt skyr á sínum matseðli – sem reyndar er framleitt af Thise Mejeri.

 

Thise Mejeri er lítil afurðstöð með um 125 starfsmenn og er Thise samvinnufélag 64 kúabænda í lífrænni mjólkurframleiðslu/SS.