74,7% samþykktu samninginn!
29.03.2016
Nú hafa verið talin atkvæði um nýjan samning um starfsskilyrði nautgriparæktar og var hann samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. Alls voru 1.244 á kjörskrá og greiddu 881 atkvæði eða 70,8%. Atkvæði féllu þannig að 74,7% samþykktu samninginn, 23,7% höfnuðu samninginum og auðir seðlar og ógildir voru 1,6%.
Nánar er sagt frá niðurstöðunum í frétt á bondi.is hér /SS.