Beint í efni

703 greiðslumarkshafar um sl. áramót

20.01.2010

Um síðustu áramót, 2009/2010, voru handhafar greiðslumarks til mjólkurframleiðslu 703. Það er fækkun um 20 frá árinu á undan, þegar fjöldinn var 723, eða 2,8%.

Í upphafi ársins 2005 voru þeir 859 og við stofnun Landssambands kúabænda árið 1986, var fjöldi mjólkurframleiðenda 1.822.