Beint í efni

70 ára afmæli Zetor fagnað með heimsmeti!

04.08.2016

Um þessar mundir á Zetor 70 ára afmæli og er því fagnað víða um heim í ár. Af því tilefni var efnt til mikillar hátíðar í Litháen nýverið og um leið setti Zetor heimsmet! Zetor hefur reyndar ekki hingað til verið þekktur fyrir að eiga mörg heimsmet meðal dráttarvéla svo umboðsaðilanum í Litháen datt þá það snjallræði í hug að nota Zetorinn til þess að mála stærsta málverk í heimi og það tókst og nú er Zetor kominn í Heimsmetabók Guinness!

 

Heimsmetið var gert með þeim hætti að notaður var Zetor Crystal og tendur við hann Unia Europa úðadæla sem var fyllt með lífrænni hvítri málningu. Síðan var skjaldarmerki Litháen forritað í tölvuna sem stýrir úðadælnunni og svo hófst málningarvinnan. Alls var „léreftið“ 20,7 hektarar af akurlendi og eins og sjá má á myndinnni sem fylgir fréttinni þá tókst bara vel til/SS.