7.fundur stjórnar LK 2019-2020
25.06.2019
Sjöundi fundur stjórnar var haldinn þriðjudaginn 11.júní kl.20.30 í gegnum fundarsíma. Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Rafn Bergsson og Bessi Freyr Vésteinsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð.
Formaður setur fundinn og gengið er til dagskrár:
Drög að dagskrá:
- Afgreiðsla fundargerðar. Fundargerðir 4-6 samþykktar.
- Búvörusamningar. Formaður fer yfir stöðuna og fund sem var fyrr um daginn. Ríkið er að klára að vinna útfærslu á ákveðnum samningsatriðum sínum og LK mun veita liðsstyrk við vinnu.
- Tillaga frá RML. RML hefur lagt til breytingu á reglugerð um stuðning við nautgriparækt til að skýra og herða reglur um töku mjólkursýna. Framkvæmdarstjóra var falið að afla frekari upplýsinga sem nú liggja fyrir. Stjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu RML.
- Umsóknir og ráðningarferli. 23 umsóknir skiluðu sér, vegna stöðu verkefnastjóra hjá LK vegna markaðsfærslu nautakjöts . Sex umsækjendur valdir úr þeim hópi til að koma í viðtal.
- Bíll LK. LK á bíl sem er ekki gangfær, þegar er samþykkt að losa sambandið við bílinn en stjórn ætlar að skoða hvort selja eigi hann í því ástandi sem hann er eða finna aðra lausn á því.
- Önnur mál
Fundi slitið kl.22:10