Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

7. fundur stjórnar LK 2017-2018

17.01.2018

Sjöundi fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2017-2018, var haldinn í Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík, þriðjudaginn 5. desember 2017.

Mættir voru Arnar Árnason formaður, Pétur Diðriksson, Herdís Magna Gunnarsdóttir, Elín Heiða Valsdóttir, Bessi Freyr Vésteinsson, Rafn Bergsson og Davíð Logi Jónsson. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri mætti einnig til að ræða fyrsta lið fundar. Axel Kárason, settur framkvæmdastjóri ritaði fundargerð.

Formaður setti fund kl. 10.30 og svo var gengið til dagskrár.

  1. Sýn stjórnar fyrir stefnumótun LK 2028

Framkvæmdastjóri kynnti fyrir stjórn, að áður en hin eiginlega vinna vinnuhópa hefst, skal stjórn koma sér saman um punkta sem lýsa þeirri framtíðarsýn sem stjórn hefur fyrir nautgriparækt á Íslandi að 10 árum liðnum. Sköpuðust umræður um áherslur, hvaða mál heyra undir kúabændur sjálfa og hvaða mál heyra betur undir aðra aðila í virðiskeðjunni. Sömuleiðis var fyrirkomulag vinnudaga hjá vinnuhópum kynnt fyrir stjórn, drög að dagsetningum fyrir komandi vinnulotur ákveðin og framkvæmdastjóra falið að hafa samband við meðlimi vinnuhópa.

  1. Íslenskur landbúnaður 2018

Formaður kynnti fyrir stjórn að það stæði til að halda fagsýningu undir yfirskriftinni „Íslenskur landbúnaður 2018“ í Laugardalshöll dagana 12.-14. október 2018. Ákveðið að vinna betur að aðkomu Landssambands kúbænda að sýningunni þegar nær dregur.

  1. Tillaga SAM að greiðslumarki

Formaður kynnti fyrir stjórn að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði gerir þá tillögu að greiðslumark ársins 2018 verði 146 milljónir lítra.

  1. Framtíð félagskerfisins

Framtíðarbreytingar og þróun á félagskerfi bænda og hvar Landssamband kúabænda stæði í þeim málum var rædd lauslega, og ákveðið að það yrði efni næsta stjórnarfundar.

  1. Verðlagsnefnd

Formaður sagði stjórn frá störfum verðlagsnefndar búvara.

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 15.00

Axel Kárason, settur framkvæmdastjóri