7. fundur aðlögunarhóps um landbúnað
23.08.2010
7. fundur landbúnaðarhóps vegna aðlögunarferils Íslands að Evrópusambandinu verður haldinn í dag kl. 14. Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
1. Erindi Helene Larsson, fulltrúa Evrópusambandsins á Íslandi um rýniferlið* og næstu skref
2. Drög að endurskoðaðri vinnuáætlun hópsins.
3. Staða rýnivinnu og yfirferð fyrirliggjandi rýniblaða, m.a. um inn- og útflutning.
4. Yfirferð og umræður um greinargerð til aðalsamninganefndar, m.a. um beingreiðslur og eftirlitskerfi með þeim og dreifbýlisþróun.
5. Kynning á hópvinnukerfi og útdeiling aðgangsgagna.
6. Önnur mál.
*Rýniferli er yfirferð laga og reglna ESB sem undirbýr aðlögun íslenskra laga og reglna að þeim fyrrnefndu, og leita eftir hugsanlegum undanþágum. Umtalsverður hluti af íslenskri stjórnsýslu hefur unnið að því verki meginhluta yfirstandandi árs.