Beint í efni

6. fundur LK 2020-2021

10.02.2021

Sjötti fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2020-2021 var haldinn miðvikudaginn 27. janúar kl. 13:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Mætt eru Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður, Rafn Bergsson, varaformaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Sigurbjörg Ottesen og Vaka Sigurðardóttir. Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb, var gestur undir lið 4. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

 1. Fundargerð 5. fundar stjórnar LK 2020-2021. Fundargerð samþykkt og verður birt á naut.is að fundi loknum.
 2. Tilnefning í stjórn SAM. Skila skal inn tilnefningu LK í stjórn SAM fyrir 1. febrúar nk. Stjórn samþykkir að tilnefna Rafn Bergsson áfram sem aðalmann og Vöku Sigurðardóttur sem varamann.
 3. Staðsetning aðalfundar. Samþykkt að halda fundinn í Reykjavík, sé þess kostur að hafa staðarfund á þeim tíma sem fundurinn hefur verið boðaður, 9.-10. apríl. Í skoðun er hvort hægt sé að halda hann á Hótel Sögu. Umræður um árshátíð og fagþing. Stjórn sammála að stefna ekki að árshátíð á sama tíma og aðalfundur verður haldinn. Þó rýmkanir verði gerðar á samkomutakmörkunum þá er spursmál hvort vilji sé hjá bændum að koma alls staðar að af landinu til fjölmennra mannamóta. Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við fagráð um hvort ekki sé hægt að hafa fyrirkomulag fagþings með þeim hætti að erindi verði haldin í fundarröð í gegnum fjarfundarbúnað, eitt í viku nokkrar vikur í röð.
 4. Markaðsrannsókn á kjötneyslu. Áhugi er fyrir að fara af stað í markaðsrannsókn um kjötneyslu Íslendinga. Kynning fyrir stjórn. Tekið formlega fyrir á næsta stjórnarfundi.
 5. Félagskerfi bænda. Í framhaldi af umræðum á 4. fundi stjórnar LK. Umræður um valdheimildir stjórna búgreinadeilda og kosningar fulltrúa inná búgreina- og búnaðarþing. Rætt áfram á næsta stjórnarfundi. Framkvæmdastjóra veitt heimild til að afla upplýsinga um lögfræðiþjónustu, stjórn LK til ráðgjafar með næstu skref.
 6. Önnur mál
  1. Sjónvarpsþátturinn Kjötætur óskast. Umræður um töluleg gögn sem eru til kynningar í þáttunum.
  2. Vaka segir frá áhugaverðu erindi sem haldið var í Eyjafirði um grasprótein.
  3. Rafn spyr um næstu skref varðandi viðbótarfjármagn til handa kúabændum sem samþykkt var af ríkisstjórn í desember. Ekki hefur verið boðaður fundur vegna málsins. Rætt á næsta stjórnarfundi.
  4. Umræður um hagræðingu afurðastöðva.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 15.55

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda