Beint í efni

6 ástæður fyrir því að velja íslenskan mat

21.04.2017

Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að velja íslenskan mat. Sex þeirra var komið á framfæri í stuttu myndbandi sem dreift var á Facebook-síðu Bændasamtakanna á síðasta vetrardegi.

Á fyrstu þremur birtingardögunum fékk myndbandið rúmlega 53 þúsund áhorf og það birtist á veggnum hjá tæplega 100 þúsund Facebook-notendum á Íslandi. Á sama tíma hafði myndbandinu verið deilt 600 sinnum og 450 manns ýtt á "Like" takkann.

Fyrir þá sem ekki hafa séð myndbrotið þá er það að finna á Youtube.