Beint í efni

5,9% söluaukning á nautakjöti í júní

13.07.2009

Í nýliðnum júnímánuði seldust alls 320 tonn af nautakjöti, sem er 5,9% aukning m.v. júní í fyrra. Undanfarna 12 mánuði nemur salan 3.640 tonnum, sem er 2,1% samdráttur frá árinu á undan.  

 Innflutningur á nautakjöti dregst verulega saman, fyrstu 5 mánuði þessa árs hafa verið flutt inn 49 tonn af nautakjöti, á móti 197 tonnum á sama tímabili í fyrra.

 

Vonandi verður nautakjötssalan jafn góð í júlí og hún var í júní, í veðurblíðu undanfarinna daga hefur landsmönnum gefist ótal tækifæri til að sýna snilli sína á grillinu.