5-7% verðhækkun hjá Fóðurblöndunni – efnainnihald kjarnfóðurs uppfært
03.01.2008
Borist hefur eftirfarandi fréttatilkynning frá Fóðurblöndunni hf.:
„Þann 5. janúar 2008 mun allt fóður hjá Fóðurblöndunni hækka um 5 – 7% vegna mikilla hækkanna á innfluttum hráefnum til fóðurgerðar. Þessum hækkunum hefur verið gert skil í fjölmiðlum að undanförnu og er aðeins hluti þessara hækkana komin fram og búast má við að fljótlega verði nauðsynlegt að hækka aftur.
Heimsmarkaðsverð á korni hafa verið að hækka og það er útlit fyrir áframhaldandi hækkanir.
Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sigurðsson framkvæmdarstjóri í síma 570-9800.“
Uppýsingar um hráefnissamsetningu á kjarnfóðri og efnainnihald í því hafa verið uppfærðar og er að finna hér.