Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

54.000 gestir sáu kýrnar settar út

23.04.2008

Síðastliðinn sunnudag stóðu samtök lífrænna bænda í Danmörku fyrir opnum degi á búum sínum, þar sem tækifærið var notað og kúnum hleypt út. Alls komu 54.000 gestir í heimsókn á búin og fylgdust með kúnum sletta úr klaufunum. Þetta er næstum því tvöföld gestatala síðasta árs, þegar gestir voru um 30.000.

Á búum með lífrænan búskap í Danmörku er skylt að láta kýr á beit á tímabilinu 15. apríl-1. nóvember, ef veður leyfir. Samkvæmt aðbúnaðarreglugerð hér á landi, eiga allir nautgripir, nema graðnaut eldri en 6 mánaða, að njóta a.m.k. átta vikna útivistar ár hvert.