Beint í efni

54.000 gestir sáu kýrnar settar út

23.04.2008

Síðastliðinn sunnudag stóðu samtök lífrænna bænda í Danmörku fyrir opnum degi á búum sínum, þar sem tækifærið var notað og kúnum hleypt út. Alls komu 54.000 gestir í heimsókn á búin og fylgdust með kúnum sletta úr klaufunum. Þetta er næstum því tvöföld gestatala síðasta árs, þegar gestir voru um 30.000.

Á búum með lífrænan búskap í Danmörku er skylt að láta kýr á beit á tímabilinu 15. apríl-1. nóvember, ef veður leyfir. Samkvæmt aðbúnaðarreglugerð hér á landi, eiga allir nautgripir, nema graðnaut eldri en 6 mánaða, að njóta a.m.k. átta vikna útivistar ár hvert.