Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

5,3 milljónir fyrir þarfanautið Playboy!

10.09.2011

Síðastliðinn þriðjudagur var sannkallaður happadagur hjá honum Jason Childs frá búinu Glenlands Stud sem er staðsett ekki langt frá Rockhampton á austurströnd Ástralíu. Jason hafði haldið á hinn árlega uppboðsmarkað „Glenlands Droughtmaster Sale“ í Gracemere, sem einnig er í nágrenni Rockhamton. Á markaðinum bauð hann til sölu marga álitlega nautgripi frá búi sínu, en búið er eingöngu með hið ástralska Droughtmaster kúakyn og þykir búið með þeim betri í framleiðslu kynbótagripa.
 
Alls náði Glenlands Stud búið að selja gripi á uppboðinu fyrir 1,2 milljónir ástralskra dollara þennan daginn eða sem nemur um 153 milljónum íslenskra króna. Á bak við þessa sölu voru 165 naut og var meðalverð þeirra því um 925 þúsund krónur! Lang hæsta verðið fékkst þó fyrir hið 18 mánaða gamla naut Glenlands D Playboy (P) sem vigtaði 806 kg á uppboðsdaginn. Þessi kappi fór á 42.500 dollara eða litlar 5,3 milljónir króna!
 
Sérstaða Droughtmaster kynsins er sú að það er sérlega hitaþolið og á ættir að rekja til Zebu kynsins. Vaxtargeta þess er ágæt og mjólkurframleiðslan einnig. Einstakt við kynið er snemmþroski, en kvígur geta borið allt niður í 14 mánaða aldur. Á myndinni má sjá nautið Playboy með hinum ánægða Jason Childs/SS.