Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

51% varanna í Rúmeníu skulu vera heimaframleiddar!

07.07.2016

Ríkisstjórn Rúmeníu hefur tekið einstaka ákvörðun en um er að ræða hreina byltingu með verslun matvæla. Fari svo að hinar nýju reglur fari í gegnum rúmenska þingið og hið evrópska verður verslunum skilt að selja að lágmarki 51% matvælanna frá rúmenskum fyrirtækjum. Reglurnar ná reyndar ekki til allra vara en til þeirra vara sem eru framleiddar í landinu svo sem mjólkurvara, grænmetis, ávaxta, brauðmetis og kjötvara auk fleiri matvæla sem framleiddar eru í landinu.

 

Tilgangur þessara nýju reglna er að ýta undir matvælaframleiðslu landsins og styðja við bakið á rúmenskum bændum. Jafnframt að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu á þarlendum iðnaði í stað þess að flytja „allt inn“. Einkar áhugavert og eftirtektarvert hjá hinum rúmensku yfirvöldum. Málið er þó ekki frágengið enda gengur þessi ákvörðun þvert á samþykktir Evrópusambandsins og því þarf málið að fara yfir stjórn sambandsins. Takist Rúmenum hins vegar að fá brautargengi fyrir þessa ákvörðun er dagljóst að fleiri lönd fylgja í kjölfarið og gæti það gjörbreytt stöðu bænda í viðkomandi löndum og tryggt stöðu þeirra/SS.