Beint í efni

5.000 lítra sílótankar

14.04.2012

Undanfarin ár hafa sk. útimjólkurtankar verið settir upp við nokkur fjós hér á landi en bæði er um að ræða hefðbundna „liggjandi“ tanka en einnig sk. sílótanka. Komið hefur í ljós að þessir tankar virka vel við hérlendar aðstæður, nokkuð sem ákveðin óvissa var um í upphafi. Sílótankar voru þróaðir fyrir afurðastöðvar og hefur þar af leiðandi stærðir þeirra oftar en ekki verið í stærri kantinum. Nú er hinsvegar kominn á markaðinn sílótankur sem er 5.000 lítra og hentar því etv. betur fyrir íslensk fjós en áður hefur verið í boði. Enn sem komið er stendur þessi lausn ekki til boða hér landi en trúlega eru margir söluaðilar viljugir að flytja slíka lausn til landsins.
 
Kostir þess að vera með mjólkurtankinn utandyra felst einfaldlega í því að þá þarf mjólkurhúsið einungis að vera um 2 fermetrar að stærð þar sem í þeim er einungis tankþvottavélin og tengistútur útitanksins. Eldri mjólkurhúsum má því einfaldlega breyta og nýta í annað, nú eða spara verulegt pláss í nýbyggingu/SS.