Beint í efni

500 þúsund nautgripir árlega til Tyrklands

22.12.2017

Tyrkir eru verulega háðir innflutningi á nautgripum til þess að seðja landa sína og vilja umfram allt kaupa lifandi gripi og fella þá heima. Þetta þýðir afar umfangsmikla flutninga frá ýmsum löndum og hefur þorri innflutningsins hingað til verið frá Brasilíu og Úrúgvæ. Nú hefur hins vegar tekist samkomulag á milli írsku bændasamtakanna og tyrkneskra yfirvalda um að Írar muni hér eftir sjá Tyrkjum fyrir 100 þúsund nautum á ári.

Þetta er um 20% af innflutningsþörf Tyrkja, en árlega eru fluttir inn 500.000 nautgripir til landsins á fæti og oftar en ekki ungnaut sem eru yngri en eins árs/SS.