
50 ára samstarf NMSM
08.06.2017
Í dag og næstu tvo daga mun ársfundur NMSM standa yfir og er fundurinn að þessu sinni haldinn á Íslandi. Samstarf NMSM, sem er samstarfsvettvangur afurðastöðva á Norðurlöndunum, er 50 ára í ár og því markar fundurinn nú tímamót í þessu góða samstarfi. Innan NMSM starfa þrír vinnuhópar helstu sérfræðinga Norðurlandanna í málefnum mjaltatækni, mjólkurgæða og dýraheilbrigðis og munu þessir hópar funda í dag og hefst svo formlegur ársfundur NMSM á morgun. Í kjölfar hans hefst svo hátíðardagskrá í tilefni 50 ára afmælisins.
Á laugardaginn verður svo haldin stutt ráðstefna um ráðgjöf til kúabænda á sviði NMSM og hvernig staðið er að henni á Norðurlöndunum. Ársfundur NMSM er haldinn í Reykholti í Borgarfirði/SS.