Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

5.000 þýsk kúabú hætta í ár!

24.06.2016

Hin margumtalaða erfiða staða evrópskra kúabænda er nú farin að setja verulegt mark sitt á þýska markaðinn. Eftir að Rússar lokuðu á innflutning mjólkurvara hefur mikið af evrópsku framleiðslunni endað í mjólkurkælum verslana í Þýskalandi og það á mjög lágu verði. Mikil ásókn afurðastöðva inn á þýska markaðinn hefur ýtt heimaframleiðslunni út í horn og er nú einungis 17% þýsku framleiðslunnar sem endar sem drykkjarmjólk í Þýskalandi.

 

Vegna gríðarlega erfiðrar stöðu, sér í lagi vegna óhagkvæmni framleiðslunnar í Þýskalandi, með afar mörg smá kúabú, þá hefur þýska landbúnaðarstofnunin Deutscher Bauerverband áætlað að í ár muni 5 þúsund þýsk kúabú hætta í framleiðslu. Til samanburðar hættu 3.200 kúabú í Þýskalandi árið 2015. Telur stofnunin að mestu umskiptin muni verða í sambandslandinu Slesvig-Holsten en talið er að 10-20% af öllum kúabúunum þar muni hætta í ár! Næst þar á eftir kemur sambandslandið Sachsen-Anhalt þar sem talið er að um 10% búanna muni hætta. Skýringin á því afhverju þessi tvö sambandslönd eru talin lenda í mestum áföllum er að þar er nú afurðastöðvaverðið lægst í landinu. Bændur þar fá nú 18 evrusent fyrir hvert kíló mjólkur eða um 25 íslenskar krónur en á sama tíma er afurðastöðvaverðið í Suður-Þýskalandi allt að 33 evrusent eða um 46 íslenskar krónur! Munurinn liggur fyrst og fremst í því að í Suður-Þýskalandi er rík hefð fyrir framleiðslu á sérostum sem eru dýrir og geta því staðið undir hærra afurðastöðvaverði/SS.