Beint í efni

4,3% söluaukning hjá OSS – greiðslumarksreglugerð væntanleg

03.06.2006

Á fyrstu 5 mánuðum ársins varð 4,3% söluaukning hjá Osta- og smjörsölunni. Það lofar því góðu um greiðslumarksaukningu fyrir næsta verðlagsár. Fróðlegt verður að sjá sölutölur ferskvaranna fyrir sama tímabil, en þær munu væntanlega liggja fyrir nú strax eftir Hvítasunnuna. Þegar þær verða komnar í hús verður hægt að taka ákvörðun um greiðslumark verðlagsársins sem hefst 1. september n.k. Eins og fram hefur komið er líklegt að það verði 115-116 milljónir lítra.

Í ljósi birgðastöðu og söluaukningar undanfarinna mánaða, eru miklar líkur á því að greitt verði fyrir próteinhluta þeirrar umframmjólkur sem berst til samlaganna á næsta verðlagsári.