Beint í efni

43. ráðstefna norrænna afurðastöðva í mjólkuriðnaði

14.03.2012

Dagana 6.-8. júní nk. verður haldin 43. ráðstefna norrænna afurðastöðva í mjólkuriðnaði og að þessu sinni verður ráðstefnan haldin í Svolvær við Lofoten í Noregi. Ráðstefnur sem þessar eru haldnar á þriggja ára fresti en það eru samtök norrænna sérfræðinga í mjólkuriðnaði sem sjá um skipulagningu ráðstefnunnar en mikið er lagt upp úr því að vera með bæði faglegt og fé-lagslegt efni segir á heimasíðu ráðstefnunnar.
 
Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er ”Norrænn mjólkuriðnaður og sjónarmið framtíðarinnar” (Nordic Dairy Industri – Future Per-spectives). Full ástæða er til þess að kvetja hérlent fagfólk á sviði úrvinnslu mjólkur til þess að kynna sér ráðstefnuna, en lesa má um hana á sérstakri heimasíðu: www.dairycongress.no /SS.