41 kúakyn í Danmörku, 4 á Íslandi !
10.07.2010
Ný dönsk samantekt um starfsemina innan hins norræna kynbótasamstarfs kom út í vikunni. Þar eru kynntar ýmsar fróðlegar upplýsingar um danska kynbótastarfið og margar tölulegar staðreyndir settar fram. Meðal þess sem þar má sjá er að frá árinu 2007 til ársins í ár hefur íslenskum nautgripum fækkað jafnt og þétt í Danmörku. Árið 2007 voru þar 22 skráðir íslenskir nautgripir en einungis 13 í ár. Á sama tíma hefur hinsvegar orðið fjölgun í tveimur stærstu stofnunum. Dönskum Holstein
fjölgaði um 25 þúsund gripi á sama tíma eða úr 946.000 í 971 þúsund!
Danskir Jersey gripir eru einnig í sókn en stofninn stækkaði úr 137 þúsund árið 2007 í 142 þúsund í ár.
Við lesturinn má einnig sjá að Limousine er að ná sterkri stöðu meðal holdanautabænda, en Hereford gefur lítillega eftir á meðan örlítil fjölgun verður meðal Simmental. Þessi þrjú kyn eru með fleiri gripi en öll hin holdanautakynin til samans.
Aðrir stofnar nautgripa standa nokkuð í stað á þessu árabili eins og sjá má við skoðun á meðfylgjandi töflu, en alls eru skráðir um 1,5 milljón nautgripir í landinu. Athygli vekur gríðarlegur fjöldi skráðra nautgripakynja í Danmörku, en auk þeirra sem taldir eru upp í tölfunni eru 10 önnur kyn skráð eða alls 41 kúakyn, auk ýmissa blendinga. Hér á landi eru hinsvegar einungis fjögur kúakyn (íslenskt, Galloway, Angus og Limósín).
Nautgripakyn | 2007 | 2010 |
Rauðir danskir | 109.344 | 103.947 |
Danskir Holstein | 946.425 | 971.514 |
Danskir Jersey | 136.829 | 141.613 |
Rauðskjöldóttir Holstein | 18.352 | 14.641 |
Finnskir Ayrshire | 619 | 673 |
NRF | 25 | 15 |
Íslenskir | 22 | 13 |
Agersö | 76 | 125 |
Jótlands | 491 | 737 |
Simmental | 24.099 | 24.518 |
Pinzgauer | 62 | 102 |
Brown Swiss | 73 | 58 |
Grauvieh | 670 | 818 |
Highland | 9.262 | 10.458 |
Danskir Gelbvieh | 37 | 26 |
Dexter | 2.388 | 3.379 |
Salers | 210 | 278 |
Angus | 16.484 | 17.530 |
Galloway | 3.912 | 5.692 |
Ungverskir | 12 | 26 |
Hinterwälder | 14 | 21 |
Hereford | 36.776 | 35.781 |
Svartir Welskir | 19 | 88 |
Piemontese | 488 | 508 |
Hvítir d’aquitaine | 3.452 | 3.661 |
Danskir stutthorna | 647 | 616 |
Charolais | 14.664 | 14.513 |
Limousine | 46.843 | 50.975 |
Belgískir bláir | 563 | 488 |
Buffalóar | 620 | 1.014 |
Zebu | 21 | 30 |