Beint í efni

41 kúakyn í Danmörku, 4 á Íslandi !

10.07.2010

Ný dönsk samantekt um starfsemina innan hins norræna kynbótasamstarfs kom út í vikunni. Þar eru kynntar ýmsar fróðlegar upplýsingar um danska kynbótastarfið og margar tölulegar staðreyndir settar fram. Meðal þess sem þar má sjá er að frá árinu 2007 til ársins í ár hefur íslenskum nautgripum fækkað jafnt og þétt í Danmörku. Árið 2007 voru þar 22 skráðir íslenskir nautgripir en einungis 13 í ár. Á sama tíma hefur hinsvegar orðið fjölgun í tveimur stærstu stofnunum. Dönskum Holstein

fjölgaði um 25 þúsund gripi á sama tíma eða úr 946.000 í 971 þúsund!

 

Danskir Jersey gripir eru einnig í sókn en stofninn stækkaði úr 137 þúsund árið 2007 í 142 þúsund í ár.

 

Við lesturinn má einnig sjá að Limousine er að ná sterkri stöðu meðal holdanautabænda, en Hereford gefur lítillega eftir á meðan örlítil fjölgun verður meðal Simmental. Þessi þrjú kyn eru með fleiri gripi en öll hin holdanautakynin til samans.

 

Aðrir stofnar nautgripa standa nokkuð í stað á þessu árabili eins og sjá má við skoðun á meðfylgjandi töflu, en alls eru skráðir um 1,5 milljón nautgripir í landinu. Athygli vekur gríðarlegur fjöldi skráðra nautgripakynja í Danmörku, en auk þeirra sem taldir eru upp í tölfunni eru 10 önnur kyn skráð eða alls 41 kúakyn, auk ýmissa blendinga. Hér á landi eru hinsvegar einungis fjögur kúakyn (íslenskt, Galloway, Angus og Limósín).

 

Nautgripakyn 2007 2010
Rauðir danskir 109.344 103.947
Danskir Holstein 946.425 971.514
Danskir Jersey 136.829 141.613
Rauðskjöldóttir Holstein 18.352 14.641

Finnskir Ayrshire

619 673
NRF 25 15
Íslenskir 22 13
Agersö 76 125
Jótlands 491 737
Simmental 24.099 24.518
Pinzgauer 62 102
Brown Swiss 73 58
Grauvieh 670 818
Highland 9.262 10.458
Danskir Gelbvieh 37 26
Dexter 2.388 3.379
Salers 210 278
Angus 16.484 17.530
Galloway 3.912 5.692
Ungverskir 12 26
Hinterwälder 14 21
Hereford 36.776 35.781
Svartir Welskir 19 88
Piemontese 488 508
Hvítir d’aquitaine 3.452 3.661
Danskir stutthorna 647 616
Charolais 14.664 14.513
Limousine 46.843 50.975
Belgískir bláir 563 488
Buffalóar 620 1.014
Zebu 21 30

 

Þeir sem hafa áhuga á að lesa skýrsluna eða glöggva sig á einhverjum tölum í henni geta gert það með því að smella hér.