41. fundur LK 2019-2020
30.10.2020
Fertugasti og fyrsti fundur stjórnar Landssambands kúabænda var haldinn föstudaginn 23. október kl. 13:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Mætt eru Arnar Árnason, formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Jónatan Magnússon og Rafn Bergsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
- Fundargerð 40. fundar stjórnar LK samþykkt og verður birt á naut.is að fundi loknum.
- Fjárhagsáætlun 2020. Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 lögð fram til kynningar. Langt er liðið á árið og fjárhagsáætlun sem lögð verður fyrir aðalfund endurspeglar því nálega rekstrarárið 2020. Tekið til formlegrar afgreiðslu á næsta stjórnarfundi.
- Aðalfundur 2020. Framkvæmdastjóri fer yfir tillögu að skiptingu fulltrúa í nefndir og mál til nefnda. Tillögur frá aðildarfélögum eru 38 talsins og stjórnartillögur 9. Gerð verður tillaga að sameiningu keimlíkra tillagna og send með öllum gögnum til nefnda til einföldunar. Stjórnartillögur snúa að tollamálum; endurskoðun tollasamnings Íslands við ESB, fallið verði frá nýrri úthlutunaraðferð tollkvóta og ósamræmi í flokkun landbúnaðarvara. Einnig tekið fyrir framgangur innleiðingar erfðamengisúrvals í íslenskri nautgriparækt, verðlagsmál, félagskerfi bænda, umhverfismál, staða nautakjötsframleiðslu á Íslandi og hagræðingarmöguleikar sláturleyfishafa með aukinni samvinnu og verkaskiptingu. Farið yfir tillögur frá aðildarfélögum en 6 tillögur hafa bæst við frá því í mars. Umræður um sameiningu tillagna og framkvæmd afgreiðslu á aðalfundi þar sem um mikið magn ályktana er að ræða. Framkvæmdastjóri fór yfir skipulag fram að fundi. Öll gögn verða gerð aðgengileg aðalfundarfulltrúum þriðjudaginn 27. október í samræmi við samþykktir LK. Í kjölfarið verður gerð tillaga að fundartíma nefnda en þær þurfa að afgreiða tillögur sem fara til þeirra fyrir aðalfundinn 6. nóvember. Þá þarf að veita aðalfundarfulltrúum ítarlegar leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðarins og fyrirkomulag kosninga og umræðna.
- Önnur mál
- Erindi frá félagsmanni til stjórnar LK og BÍ þar sem spurt er um feril þess að hámarksverð á markaði með greiðslumark mjólkur var ákveðið sem nemur þreföldu afurðastöðvaverði. Málið hefur verið nokkuð til umræðu meðal bænda undanfarið. Framkvæmdastjóri vinnur svar og tekið fyrir á næsta fundi stjórnar.
- Umræður um fjármuni framleiðslujafnvægisliðs búvörusamninga. Stjórn sammála að bera upp tillögu til framkvæmdanefndar búvörusamninga um aukið fjármagn til stuðnings við nautakjötsframleiðslu í ljósi erfiðrar stöðu greinarinnar í kjölfar mikilla verðlækkana.
- Ákveðið að halda næsta stjórnarfund mánudagskvöldið 26. október kl. 20:00 í gegnum fjarfundarbúnað.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 16:05.
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda