Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

400 kvígur drápust

22.08.2012

Þegar flytja átti 3.900 fengnar kvígur frá Bandaríkjunum til Rússlands nú í lok júlí fór afar illa, en 400 af kvígunum drápust á leiðinni. Flutningaskipið, sem heitir Pearl of Para og er skráð á Marshall eyjum, er sérstaklega hannað til gripaflutninga en eitthvað fór stórlega úrskeiðis á leiðinni. Þann 30. júlí kom það við í Gíbraltar og þá lagði megna ólykt frá skipinu og kom þá í ljós að skipið var yfirfullt af gripum og að margir þeirra dauðir.

 

Talið er að gripirnir hafi kafnað vegna bilunar í loftræstikerfi, en skipið var ekki búið varabúnaði og með takmarkaðan mannafla. Dýraverndarsamtökin AWI hafa nú farið fram á það við bandaríska landbúnaðarráðuneytið að rannsaka hvað hafi gerst og að grípa til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig, en þess má geta að nú þegar hafa verið gerðar kröfur um að öll gripaflutningaskip séu búin varaloftræstikerfum.

 

Flutningar á nautgripum frá Bandaríkjunum hafa stóraukist á undanförnum árum og eru það mest Rússland, Tyrkland og Kasakstan sem kaupa lífdýrin enda verið að byggja upp nautgriparækt þessara landa. Alls voru flutt út 100 þúsund nautgripir frá Bandaríkjunum árið 2011, oftast fengnar kvígur, sem fóru svo í um tveggja vikna siglingu að áfangastað í Evrópu eða Asíu/SS.