Beint í efni

40 stærstu afurðastöðvar í Evrópusambandinu með 77,3 milljarða lítra

08.09.2003

Árið 2001 var innvegin mjólk hjá 40 stærstu afurðastöðvum Evrópusambandsins um 77,3 milljarðar lítra. Þar af voru fimm stærstu afurðastöðvarnar með tæp 40% innveginnar mjólkur. Stærsta afurðastöðin er framleiðendasamvinnufélag bænda í Danmörku og Svíþjóð, Arla foods, með um 7,3 milljarða lítra innveginnar mjólkur. Arla foods og franska fyrirtækið Lactalis (með um 7 milljarða lítra) eru í nokkrum sérflokki hvað stærð varðar, en þriðja stærsta afurðastöðin (Campina) var árið 2001 með um 5,8 milljarða lítra innveginnar mjólkur.

 

Hér að neðan er listi yfir 40 stærstu afurðastöðvarnar, magn innveginnar mjólkur og upprunaland. 

 

 

Fyrirtæki

Unnir lítrar

(milljónir)

Framl.land

1. Arla foods 7.200

Danmörk/Svíþjóð

2. Lactalis 7.000 Frakkland
3. Campina 5.750 Holland
4. Friesland Coberco DF 5.600 Holland
5. Nordmilch 4.200 Þýskaland
6. Bongrain/CLE 4.100 Frakkland
7. Nestlé 2.800 Sviss
8. Dairy Crest 2.700 Bretland
9. Humana Milchunion 2.450 Þýskaland
10. Glanbia 2.450 Írland
11. Danone 2.430 Frakkland
12. Sodiaal 2.300 Frakkland
13. Entremont 1.950 Frakkland
14. Müller 1.860 Þýskaland
15. Laïta Group 1.730 Frakkland
16. Fromageries Bel 1.600 Frakkland
17. Valio 1.580 Finnland
18. BMI 1.400 Þýskaland
19. Parmalat 1.300 Ítalía
20. Lactogal 1.200 Portúgal
21. Hochwald 1.200 Þýskaland
22. Express Dairies 1.150 Bretland
23. Robert Wiseman 1.000 Bretland
24. Berglandmilch 950 Austurríki
25. Puleva 900 Spánn
26. Omira 870 Þýskaland
27. Dairygold 820 Írland
28. Eurial-Poitouraine 820 Frakkland
29. CAPSA 806 Spánn
30. Kerry 750 Írland
31. Lakeland Dairies 725 Írland
32. Unicopa 720 Frakkland
33. GLAC 700 Frakkland
34. Leche Pascual 700 Spánn
35. Kraft Foods 650 Fjölþjóðlegt
36. Hocheiffel 630 Þýskaland
37. DOC 600 Holland
38. Milko 600 Svíþjóð
39. Belgomilk 590 Belgía
40. Goldsteig 570 Þýskaland

 

Nánari upplýsingar um mjólkurframleiðslu og skild atriði má finna á heimasíðunni: www.milkprices.nl