Beint í efni

4. fundur stjórnar LK 2019-2020

11.06.2019

Fjórði fundur stjórnar LK starfsárið 2019-2020 var haldinn miðvikudaginn 23.maí kl.20:30 í gegnum fundarsíma. Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Rafn Bergsson og Bessi Freyr Vésteinsson meðstjórnendur ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur framkvæmdarstjóra sem jafn framt ritar fundargerð.

 

Formaður setur fund og gengur til dagskrár:

 

  1. Afgreiðsla fundargerðar. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
  2. Búvörusamningar. Formaður fer yfir annan fund samninganefndar. Þriðji fundur búinn og það fór ákveðin vinna fram á honum. Verið að klára að taka saman grunngögn fyrir vinnuna. Sameiginleg meginmarkmið bænda og ríkis fyrir samningagerð að skríða saman.
  3. Atmonia heimsókn. Farið yfir heimsóknina til nýsköpunarfyrirtækisins Atmonia.
  4. Brautskráning LbhÍ. LK beðið  um að gefa verðlaun fyrir bestan árangur í nautgriparækt líkt og síðustu ár. Samþykkt.
  5. Tillaga frá RML. RML hefur lagt til breytingu á reglugerð um stuðning við nautgriparækt til að skýra og herða reglur um töku mjólkursýna. Framkvændarstjóri athugar betur forsögu málsins.
  6. Erindi frá LbhÍ. Skipa í samstarfshóp fyrir verkefnið Betri búskapur – bættur þjóðarhagur. Samþykkt að Jóhanna María Sigmundsdóttir fari í hópinn.
  7. Umsagnir. Mál um upprunamerkingar og merkingar vegna sýklalyfjanotkunar og svo endurskoðuð drög að frumvarpi til nýrra lyfjalaga. Umsagnir í vinnslu, framkvæmdarstjóri lýkur því.
  8. Önnur mál.
    1. atvinnuumsóknir farnar að berast
    2. umræður um fagráð í vikunni
    3. fundur atvinnuveganefndar v/Búnaðarstofu:
    4. mál að koma upp m.a. útaf aðbúnaði og byggingum sem koma til að ekki fæst fjármagn á meðan kvótamarkaður stendur í stað.

 

Fundi slitið kl.22:00