4. fundur LK 2020-2021
06.01.2021
Fjórði fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2020-2021 var haldinn miðvikudaginn 16. desember kl. 13:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Mætt eru Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður, Rafn Bergsson, varaformaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Sigurbjörg Ottesen og Vaka Sigurðardóttir. Þórarinn Leifsson, formaður fagráðs í nautgriparækt var gestur undir lið 2. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
- Afgreiðsla fundargerðar 3. fundar stjórnar 2020-2021.Fundargerð samþykkt og verður birt á naut.is að fundi loknum.
- Tillögur fyrir framkvæmdanefnd búvörusamninga. Þórarinn Leifsson, formaður fagráðs í nautgriparækt var gestur. Miklar umræður um þörf á rannsóknum og tilraunum í landbúnaði. Ekki hægt að byggja allar rannsóknir og tilraunir á umsóknum í sjóði. Þarf að komast í fastara form og tryggja fjármögnun. Samþykkt að gera tillögu að þreföldun þróunarfés nautgriparæktar árið 2021 og fjármagna af framleiðslujafnvægislið samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar og senda á framkvæmdastjórn búvörusamninga.
- Reglugerðarbreytingar. Á aðalfundi LK voru samþykktar 2 ályktanir (13. Álagsgreiðslur á nautgripi og 18. Forgangsröðun fjárfestingastuðnings) sem krefjast reglugerðabreytinga. Búið að senda á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Formaður og framkvæmdastjóri áttu fund með landbúnaðarráðherra fyrr í morgun þar sem þessi mál voru m.a. rædd. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fundi með ráðuneyti til að ræða framhaldið.
- Aukafjármagn til nautgriparæktarinnar af fjárlögum 2021.Úrræði stjórnvalda [vegna Covid-19] hafa ekki gagnast bændum nema að takmörkuðu leyti og er því talin þörf á að grípa til sértækra aðgerða til að mæta erfiðri stöðu stéttarinnar í kjölfar heimsfaraldursins. Stuðningur ríkisins við bændur fer í gegnum búvörusamninga. Þar eru styrkjaflokkar sem tengjast vanda bænda sem lýst er að framan. Með því að auka fjármagn til samninganna verður unnt að mæta áhrifum faraldursins á bændur og beina stuðningi til þeirra sem hafa átt við mestan vanda að glíma. Með hliðsjón af sölusamdrætti fyrstu tíu mánuði ársins á kinda- og nautakjöti auk lækkunar afurðaverðs á ull og kýrkjöti frá áramótum er áætlað að framleiðsluvirði beggja greina dragist saman um 14% á milli ára, sem nemur um 983 millj. kr. lækkun framleiðsluvirðis án opinberra styrkja árið 2019. Í ljósi framangreinds er gerð tillaga um 242,5 millj. kr. framlag til kúabænda. Umræður um fyrirkomulag útdeilingar fjármagns en það hefur ekki verið gefið út með hvaða hætti því verður ráðstafað.
- Fagáð í nautgriparækt. Elín Heiða Valsdóttir og Sigurbjörg Ottesen verða fulltrúar LK í stað Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur og Andra Más Sigurðssonar frá 1. janúar 2020. Þórarinn Leifsson verður áfram formaður.
- Félagskerfi bænda. Uppbygging félagskerfis bænda með sameiningu búgreinafélaga í BÍ verður kynnt í Bændablaðinu á miðvikudag. Óskað hefur verið eftir athugasemdum frá LK um þær hugmyndir sem hafa verið kynntar á fundum undanfarið. Framkvæmdastjóri kynnir drög. Stjórn sammála um að vinna þær áfram og senda á stjórn BÍ síðar.
- Önnur mál
- Formaður og framkvæmdastjóri áttu fund með landbúnaðarráðherra að morgni fundardags um ályktanir af aðalfundi LK 2020.
- Framkvæmdastjóri mætti á nefndarfund atvinnuveganefndar fimmtudaginn 10. desember vegna úthlutunar tollkvóta.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 15.45
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda