Beint í efni

4. bekkur Fellaskóla heimsótti Reyki á Skeiðum

29.09.2011

Eins og fram hefur komið var alþjóða skólamjólkurdagurinn haldinn í gær. Af því tilefni var nemendum fjórða bekkjar Fellaskóla í Reykjavík boðið að heimsækja Reyki í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en þar standa Birna Þorsteinsdóttir og Rúnar Þór Bjarnason fyrir búi með um 55 mjólkurkúm. Um 40 nemendur komu í heimsókn, með í för voru sex starfsmenn skólans og tólf foreldrar, þannig að alls voru gestirnir tæplega 60 talsins. Greinilegt var að þeir höfðu af heimsókninni hina bestu skemmtun. Hápunktar heimsóknarinnar voru þegar börnin fengu tækifæri til að gefa smákálfum mjólk og reka kýrnar til beitar. Þá fengu þau að reyna handmjaltir, sem vakt mikla athygli og viðbrögð. Fengu þar færri en vildu.

Sagt var frá heimsókninni í kvöldfréttum RUV í gærkvöldi, horfa má á fréttina með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan./BHB 

 

Frétt RUV um heimsókn Fellaskóla að Reykjum

 

Nemendur fylgjast með kálfafóðrun af athygli

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi ungi maður sýndi lipra takta í handmjöltunum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nokkuð var komið fram yfir hefðbundinn útivistartíma, svo kýrnar sprettu úr spori þegar dyrum var lokið upp

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að sjálfsögðu var gestum boðið upp á mjólk, og kleinur með