Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

4% aukning í ásetningi nautkálfa

14.09.2015

Samkvæmt upplýsingum úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar, jókst ásetningur á nautkálfum um rúmlega 4% á fyrri helmingi þessa árs, í samanburði við síðasta ár. Fyrstu sex mánuðina voru rúmlega 5.500 kálfar settir á, samanborið við tæplega 5.300 kálfa á sama tímabili 2014, fjölgunin er því ríflega 200 gripir. Undanfarin ár hafa bændur sett á fleiri kálfa til að mæta stóraukinni eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi; árið 2013 voru ásettir kálfar rétt tæplega 10.000 en 2014 voru þeir rúmlega 11.200 talsins. Í tímans rás mun þessi aukning leiða til 250-300 tonna aukningar á ársframleiðslunni. Í þeim efnum gildir þó að betur má ef duga skal; innflutningur á nautgripakjöti fyrstu sjö mánuðina 2015 var um sex hundruð tonn. Það er því ennþá mjög mikið svigrúm til aukinnar verðmætasköpunar á þessu sviði hér á landi.   

 

Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig þróunin í ásetningi er í einstökum mánuðum, frá ársbyrjun 2013 til júní í ár./BHB