Beint í efni

4-10% verðhækkun hjá Líflandi

15.09.2010

Eftirfarandi fréttatilkynning hefur borist frá Líflandi:

 

„Lífland tilkynnir hér með um hækkun á kjarnfóðri.  Hækkunin er á bilinu 4-10%, mismunandi eftir tegundum.
Ástæða hækkunar er miklar hækkanir á heimsmarkaði á hráefnum til fóðurgerðar.
Styrking krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum á síðustu mánuðum mildar mikið áhrif hinna gríðarmiklu erlendu hækkana.
Hækkunin tekur gildi mánudaginn 20. september.
Allar nánari upplýsingar veitir Bergþóra Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri, s. 540-1100″.