Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

39 fengu gullverðlaun í Svíþjóð

20.04.2017

27. mars sl. veitti Karl XVI, konungur Svíþjóðar, hin árlegu gullverðlaun fyrir mjólkurgæði í landinu og að þessu sinni féllu þau í skaut 39 kúabúa (sjá mynd) sem hafa haft eintaklega góð mjólkurgæði ekki einungis á síðasta ári heldur síðustu 23 ár! Á hverju ári heiðrar konungurinn þarlenda kúabændur sem hafa staðið í fremstu röð við að framleiða mjólk af bestu gæðum, en verðlaun þessi eiga rætur að rekja aftur til ársins 1958 er þau voru veitt í fyrsta sinn af þáverandi konungi Svíþjóðar, Gústafi VI.

Til þess að hljóta verðlaunin þurfa mjólkurgæðin að hafa uppfyllt sérstakar gæðakröfur síðustu 23 ár, en ástæðan fyrir þessum 23 árum felst í sameiningu á tveimur ólíkum verðlaunum á sínum tíma sem leiddi til þess að þetta ”meðaltal” var fundið. Kröfurnar til mjólkurgæða eru harðari en gerðar eru til fyrsta flokks mjólkur og þarf t.d. margfeldismeðaltal frumutölu ársins að vera innan við 175.000 svo dæmi sé tekið. En það eru einnig veitt fleiri verðlaun við þetta tækifæri ár hvert. Hafi mjólkurgæðin verið í fyrsta flokki þrjú ár í röð fá kúabændurnir sérstaka viðurkenningu, hafi gæðin haldist í fyrsta flokki í átta ár í röð þá er veittur sérstakur bronsskjöldur og ef mjólkurgæðin hafa verið í fyrsta flokki í 13 ár í röð er veittur silfurskjöldur. Hafi mjólkurgæðin verið í fyrsta flokki 18 ár í röð er svo veittur gullskjöldur.

Við þetta sama tækifæri veitti sænski konungurinn sérstök heiðurverðlaun,  sem er heiðursnafnbótin „Kúabóndi ársins“ en það  var Lars-Inge Gunnarsson frá Skottorps säteri sem hlaut þessa nafnbót að þessu sinni/SS.