38. fundur LK 2019-2020
20.08.2020
Þrítugasti og áttundi fundur stjórnar Landssambands kúabænda var haldinn fimmtudagskvöldið 13. ágúst kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað. Mætt eru Arnar Árnason, formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Jónatan Magnússon og Rafn Bergsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.
Þetta var gert.
- Stöðvun á móttöku kýrsýna. Ákveðið hefur verið að hætta tímabundið móttöku og mælingu á kýrsýnum, frumusýnum, gerlasýnum, fangsýnum og öðrum sýnum sem starfsmenn MS og Auðhumlu taka ekki sjálfir, í þeim tilgangi að girða fyrir smitleiðir. Gildir þessi ráðstöfun meðan Covid ástandið varir. Ekki verður tekið við sýnum hvorki í samlögunum né af bílstjórum. Töluvert hefur borist af kvörtunum til skrifstofu LK vegna þessa fyrirkomulags. Framkvæmdaastjóri hefur haft samband við Auðhumlu og komið kvörtunum áleiðis. Verið er að vinna að verklagi til að hægt sé að taka áfram við sýnunum í ljósi þess að ekki er vitað hve lengi þetta ástand varir. Stjórn LK hvetur Auðhumlu til að vinna hratt að nýjum verklagi sem tryggir áframhaldandi sýnatöku bæði nú og ef sambærilegt ástand kemur upp í framtíðinni.
- Aðalfundur LK 2020:Umræður um fyrirkomulag aðalfundar í ljósi þess að Covid-19 smitum hefur fjölgað á ný. Umræður um möguleikann á rafrænum fundi. Stjórn sammála um að stefna að strípuðum staðarfundi í Reykjavík í byrjun nóvember, sem tekur einn dag í stað tveggja eins og venjan er. Skoðaður verði möguleikinn á rafrænum fundi verði samkomubann hert þegar nær dregur fundi. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram.
- Önnur mál.
- Framkvæmdastjóri reifar hugmynd að upprunamerkingum fyrir íslenskar mjólkurvörur í samræmi við aðalfundarályktun LK frá 2019. Unnið áfram.
- Bændur hafa þurft að skila inn árlegum vatnssýnum með tilheyrandi kostnaði þrátt fyrir að vera tengdir vatnsveitu sem heilbrigðiseftirlit hefur umsjón með. Framkvæmdastjóra falið að skoða betur.
Fleira var ekki gert og fundið 21:35.
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda