Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

37 kýr drápust í árekstri

21.10.2016

Nýverið varð alvarlegt slys í Svíþjóð þegar stór slökkviliðsbíll í forgangsakstri vegna útkalls keyrði inn í hóp kúa sem hafði sloppið upp á veg frá nátthaganum sínum. Það sem er eiginlega hálf undarlegt við slysið er að slökkviliðsbíllinn var á leið í útkall vegna þess að fólksbíll hafði ekið á kú og farið illa í slysinu. Slökkvliðinu tókst þó ekki að komast á slysstað því um nokkrum kílómetrum áður en þangað var komið stöðvaðist förin.

 

Alls lágu 37 kýr í valnum eftir slysið en engin slys urðu á fólki segir í frétt frá Östra Skaraborg, þaðan sem slökkvliðið kom. Aðspurðir um ástæður þess að svo margar kýr gátu drepist í slysinu sagði slökkvliðisstjórinn að bíllinn hafi bæði verið á mikilli ferð auk þess sem hann er mjög þungur og því hafi ekki tekst að bremsa niður nógu hratt, því hafi farið sem fór/SS.