Beint í efni

37. fundur LK 2019-2020

10.08.2020

Þrítugasti og sjöundi fundur stjórnar Landssambands kúabænda var haldinn mánudagskvöldið 20. júlí kl. 20.30 í gegnum fjarfundarbúnað. Mætt eru Arnar Árnason, formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Jónatan Magnússon og Rafn Bergsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

  1. Kvótamarkaður. Boðaður hefur verið fundur í framkvæmdanefnd búvörusamninga þriðjudaginn 21. júlí þar sem ákvörðun um tillögu að hámarksverði á markaði með greiðslumark mjólkur er á dagskrá. Bændur þurfa að skila inn tilboðum um kaup og sölu fyrir 10. ágúst og því mikilvægt að niðurstaða fáist um hvort og þá hvað hámarksverð á kvótamarkaði skuli vera. Ekki hefur náðst samstaða um tillögu bænda að halda hámarksverði í tvöföldu afurðastöðvaverði. Stjórn sammála um mikilvægi þess að stöðugleiki náist og sú ákvörðun sem tekin verður gildi til lengri tíma. Ótækt er að áfram verði tekin ákvörðun fyrir hvern markað fyrir sig. Umræður um lækkun á verði umframmjólkur sem tekur gildi 1. ágúst nk. Mikill þrýstingur er kominn á kerfið og mikilvægt að hreyfing færist í viðskipti með greiðslumark.

Fleira var ekki gert og fundið slitið 21.00

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda