33. fundur LK 2019-2020
20.04.2020
Þrítugasti og þriðji fundur stjórnar LK 2019-2020 var haldinn miðvikudaginn 25. mars kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað.
Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon, Bessi Freyr Vésteinsson og Rafn Bergsson ásamt Margréti Gísladóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð.
Þetta var gert:
Dagskrá:
- Covid-19. Stjórn hafði áður samþykkt í tölvupósti/síma að fresta aðalfundi LK um óákveðinn tíma. Farið var yfir vinnu viðbragðsteymis BÍ, en framkvæmdastjóri LK situr í því. Farið yfir stöðu, aðgerðir og áætlanir hjá mjólkuriðnaðinum og sláturleyfishöfum. Útlit er fyrir að framboð fóðurs og áburðar sé tryggt næstu mánuði. Umræður um verðþróun aðfanga og líklegan aukinn rekstrarkostnað.
- Önnur mál. Engin önnur mál voru á dagskrá.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 21.30.
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda