Beint í efni

33. fundur LK 2019-2020

20.04.2020

Þrítugasti og þriðji fundur stjórnar LK 2019-2020 var haldinn miðvikudaginn 25. mars kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað.

Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon, Bessi Freyr Vésteinsson og Rafn Bergsson ásamt Margréti Gísladóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð.

Þetta var gert:

Dagskrá:

  1. Covid-19. Stjórn hafði áður samþykkt í tölvupósti/síma að fresta aðalfundi LK um óákveðinn tíma. Farið var yfir vinnu viðbragðsteymis BÍ, en framkvæmdastjóri LK situr í því. Farið yfir stöðu, aðgerðir og áætlanir hjá mjólkuriðnaðinum og sláturleyfishöfum. Útlit er fyrir að framboð fóðurs og áburðar sé tryggt næstu mánuði. Umræður um verðþróun aðfanga og líklegan aukinn rekstrarkostnað.
  2. Önnur mál. Engin önnur mál voru á dagskrá.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 21.30.

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda