Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

3,2 milljónir fyrir kvígu!

01.12.2012

Á Agrómek landbúnaðarsýningunni í Danmörku í liðinni viku var boðið upp á nýjung, en það var uppboð á hátt dæmdum kynbótagripum. Það sem þó mesta athygli vakti var uppboðið á kvígu einnig sem kom frá Snedsted við Thy. Þessi kvíga er undan hinu þekkta svartskjöldótta nauti VH Bismark og er með kynbótaverðgildi (NTM) upp á 30. Kvígan var seld þýskum fjárfestum fyrir 148.000 danskar krónur eða um 3,2 milljónir íslenskra króna sem er nýtt Danmerkurmet!
 
Það er þó trúlega hvorki hann Bismark né 30 NTM stig sem gerðu það að verkum að verð kvígunnar var jafnt hátt og raun ber vitni um, heldur má telja nær öruggt að kollur hennar hafi gert það að verkum að verð hennar endaði í rúmum þremur milljónum! Kvíga þessi er nefninlega arfhrein kollótt og líkurnar á því að hún gefi af sér gott kynbótanaut eru miklar og þar með tekjumöguleikar kaupendanna einnig miklir.

 

Erlendis fá búin, sem möguleg kynbótanaut koma frá, hlutdeild í söluhagnaði af sæðissölunni og hingað til hefur sala á kollóttum nautum verið afar góð/SS.