Beint í efni

32. fundur LK 2019-2020

06.04.2020

Þrítugasti og annar fundur stjórnar LK 2019-2020 var haldinn þriðjudaginn 10. mars kl. 21:00 í fundarsíma.

Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Rafn Bergsson og Bessi Freyr Vésteinsson, ásamt Margréti Gísladóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð.

Þetta var gert:

  1. Aðalfundur og árshátíð LK.Stjórn samþykkir að fresta árshátíð LK og fagþingi nautgriparæktarinnar vegna Covid19-veirunnar. Áfram stefnt á að aðalfundur samtakanna verði haldinn föstudaginn 27. mars og verði hreinn vinnufundur sem hefst að morgni og lýkur að kvöldi sama dags. Nýtt fyrirkomulag verður kynnt fyrir fulltrúum en þó með þeim fyrirvara að áfram verður fylgst með gangi mála og hugsanlega verði aðalfundi einnig frestað.
  2. Tillögur á aðalfund frá aðildarfélögum. Farið yfir tillögur aðildarfélaga inná aðalfund. Nokkur samhljómur er í mörgum þeirra og verða gerð drög að sameiningu þar sem það á við. Fulltrúar munu þó alltaf hafa aðgengi að frumgögnum.
  3. Tillögur á aðalfund frá stjórn. Farið yfir tillögur stjórnar sem lúta m.a. að breytingum á félagskerfi, loftslagsmálum og nautakjötsmálum.
  4. Skipan aðalfundarfulltrúa og mála í nefndir. Framkvæmdastjóri fer yfir. M.a. litið til kynjahlutfalls og landfræðilegrar dreifingar við skipan í nefndirnar. Stjórn samþykkir.
  5. Erindi frá Landssamtökum Sláturleyfishafa. LK barst erindi um hreinleika gripa og meðferð óhreinna gripa í sláturhúsum í framhaldi að því að MAST kynnti breytt og hert verklag varðandi skítuga sláturgripi. Breytt verkleg MAST og sláturhúsa í framhaldi af því mun þýða þónokkrar breytingar fyrir einhverja bændur. Stjórn sammála að hafa leiðbeiningar þar um í bæklingi um nautakjötsframleiðslu sem er í vinnslu.
  6. Önnur mál. Erindi frá fulltrúa LK í fagráði vegna fyrirhugaðrar ferðar erlendis í sambandi við skráningar á sæðingum. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 22.55

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda