Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

30.000 manns komu á Ostadaga

03.10.2006

Um 30.000 gestir komu á Ostadaga sem haldnir voru í Vetrargarðinum í Smáralind um helgina. Það eru helmingi fleiri gestir en mættu árið 2004 þegar þeir voru haldnir síðast. Líklegt má telja að landsmenn hafi sett met í ostaneyslu á laugardeginum þegar ríflega 15.000 manns mættu. Ánægjulegt er að sjá þennan mikla áhuga landsmanna á afurðum kúabænda.

Á föstudaginn voru síðan kynnt úrslit í Íslandsmeistarakeppni mjólkurfræðinga í ostagerð árið 2006.

 

Íslandsmeistari í ostagerð 2006 er MS Búðardal, en það mjólkursamlag sem hlýtur hæstu einkunn fyrir vöru sína vinnur titilinn. Sigurður Rúnar Friðjónsson veitti verðlaununum viðtöku fyrir Fetaost í ólífum. Einkunn 12,98.

 

Veitt voru þrenn verðlaun, gull, silfur og brons, í þremur flokkum; Fastir ostar, Ýmsir ostar og Hefðbundnir mygluostar:

 

Fastir ostar:

Gullverðlaun: Maribo kúmen 26%. Framleiðandi; Mjólkursamlag KS, Sauðárkróki. Einkunn 12,44
                      

Silfurverðlaun; Havarti krydd. Framleiðandi Norðurmjólk Akureyri. Einkunn 12,36
                      

Bronsverðlaun: Grettir. Framleiðandi Mjólkursamlag KS, Sauðárkróki

 

Ýmsir ostar:

Gullverðlaun: Fetaostur í ólífum. Framleiðandi MS Búðardal. Einkunn 12,98
                   

Silfurverðlaun: Hvítlauksostur 150 g: Framleiðandi: Osta- og smjörsalan. Einkunn: 12,90
                       

Bronsverðlaun: Rjómamysuostur. Framleiðandi Norðurmjólk. Einkunn 12,87

 

Hefðbundnir mygluostar:

 

Gullverðlaun: Gráðaostur 30%. Framleiðandi: Norðurmjólk.  Einkunn 12,83
                                              

Silfurverðlaun: Dalayrja. Framleiðandi MS Búðardal. Einkunn 12,66