Beint í efni

30.000 manns komu á Ostadaga

03.10.2006

Um 30.000 gestir komu á Ostadaga sem haldnir voru í Vetrargarðinum í Smáralind um helgina. Það eru helmingi fleiri gestir en mættu árið 2004 þegar þeir voru haldnir síðast. Líklegt má telja að landsmenn hafi sett met í ostaneyslu á laugardeginum þegar ríflega 15.000 manns mættu. Ánægjulegt er að sjá þennan mikla áhuga landsmanna á afurðum kúabænda.

Á föstudaginn voru síðan kynnt úrslit í Íslandsmeistarakeppni mjólkurfræðinga í ostagerð árið 2006.

 

Íslandsmeistari í ostagerð 2006 er MS Búðardal, en það mjólkursamlag sem hlýtur hæstu einkunn fyrir vöru sína vinnur titilinn. Sigurður Rúnar Friðjónsson veitti verðlaununum viðtöku fyrir Fetaost í ólífum. Einkunn 12,98.

 

Veitt voru þrenn verðlaun, gull, silfur og brons, í þremur flokkum; Fastir ostar, Ýmsir ostar og Hefðbundnir mygluostar:

 

Fastir ostar:

Gullverðlaun: Maribo kúmen 26%. Framleiðandi; Mjólkursamlag KS, Sauðárkróki. Einkunn 12,44
                      

Silfurverðlaun; Havarti krydd. Framleiðandi Norðurmjólk Akureyri. Einkunn 12,36
                      

Bronsverðlaun: Grettir. Framleiðandi Mjólkursamlag KS, Sauðárkróki

 

Ýmsir ostar:

Gullverðlaun: Fetaostur í ólífum. Framleiðandi MS Búðardal. Einkunn 12,98
                   

Silfurverðlaun: Hvítlauksostur 150 g: Framleiðandi: Osta- og smjörsalan. Einkunn: 12,90
                       

Bronsverðlaun: Rjómamysuostur. Framleiðandi Norðurmjólk. Einkunn 12,87

 

Hefðbundnir mygluostar:

 

Gullverðlaun: Gráðaostur 30%. Framleiðandi: Norðurmjólk.  Einkunn 12,83
                                              

Silfurverðlaun: Dalayrja. Framleiðandi MS Búðardal. Einkunn 12,66