Beint í efni

30 ára afmælishátíð LK í Smáralind

02.04.2016

Í dag verður haldin afmælisveisla LK í Smáralind en ástæðan er að samtökin verða 30 ára á mánudaginn. Vegna þessa hefur LK fengið bæði kúabændur og fyrirtæki í lið með sér og verða kálfar frá Bakka á Kjalarnesi, holdakýr frá Móeiðarhvoli í Rangárþingi ytra, dráttavélar frá Kraftvélum og Vélfangi og fleira til sýnis í Smáralindinni í dag, laugardaginn 2. apríl frá kl. 13 til 17. Tilefnið er að gefa neytendum tækifæri á því að kynna sér sumt af því sem kúabændur vinna við daglega og örlitla innsýn inn í búgreinina. MS og Arna bjóða upp á létta hressingu og Einar Mikael töframaður stígur á stokk.

 

Í kvöld verður svo haldin árshátíð LK á Hótel Sögu en það stefnir í metfjölda en nú þegar hafa verið pantaðir um 220 miðar/SS.