Beint í efni

3.fundur stjórnar LK 2019-2020

30.05.2019

Þriðji fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2019-2020, var haldinn miðvikudaginn 3.maí kl. 20:30 í gegnum fundarsíma.

Mætt eru í síma Bessi Freyr Vésteinsson, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Rafn Bergsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir framkvæmdarstjóri sem jafnframt ritar fundargerð. Arnar Árnason, formaður er fjarverandi fyrri hluta fundarins vegna óviðráðanlegra aðstæðna en kemur svo inn á hann. Í upphafi fundar er Þórarinn Leifsson viðstaddur varðandi fyrsta dagskrálið.

Varaformaður bíður fundarmenn velkomna og setur fundinn, gengið er til dagskrár:

 

Dagskrá:

  1. Fagráð – gestur. Þórarinn Leifsson, nýr formaður Fagráðs kemur á fund og ræðir störfin framundan ásamt því að fara yfir fræðslu- og fjármál.
  2. Afgreiðsla fundargerðar. Samþykkt fundargerð frá síðasta fundi.
  3. Búvörusamningar. Farið yfir fyrsta fund samninganefndar og fundardagskrá. Eftir umræður stendur eftir að skerpa skuli á rannsóknum og nautakjöti í kröfugerð LK.
  4. Aðalfundur NautÍs. Herdís og Jóhanna sóttu fundinn 3.maí og fóru yfir stöðuna.
    Búið að semja um 25 fósturvísa til viðbótar undan alhliða nautum með góða vaxtargetu. Með þeim þá verða 5 feður komnir til Íslands. Eftir umsamda fósturvísa er meira horft á eingöngu sæði og blanda því við það sem verður komið. Það er aðallega til að hafa minna umfang og minni kostnað. Bjartsýni en vongóðir að ná sæði í dreifingu í ágúst á þessu ári. Eftir að útfæra uppboðsmarkað. Sigurður Loftsson var endurkjörinn fulltrúi LK í stjórn verkefnisins.
  5. Erindi vísað til LK. Verkefni LbhÍ – Betri búskapur – bættur þjóðarhagur. LK mun tilnefna einstakling frá sér í starfshópinn og tillaga vera tilbúin fyrir næsta fund.
  6. Umsagnir og ályktanir. Farið yfir stöðu ályktana ásamt umsögnum sem hafa verið sendar og liggja fyrir á næstunni.
  7. Úrvinnsla mála frá síðasta fundi. Tillögur LK til vegvísis í loftslagsmálum hjá RML farnar út. Skipun í fagráð lokið, beðið staðfestingar ráðherra. Erindi sent á Atmonia og heimsókn staðfest.
  8. Önnur mál.

23.maí næsti fundur.

 

Fundi slitið 22:45