Beint í efni

3. fundur LK 2020-2021

21.12.2020

Þriðji fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2020-2021 var haldinn fimmtudaginn 3. desember kl. 16:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Mætt eru Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður, Bessi Freyr Vésteinsson, Sigurbjörg Ottesen, Vaka Sigurðardóttir og Guðrún Eik Skúladóttir sem varamaður fyrir Rafn Bergsson sem forfallaðist. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

  1. Afgreiðsla fundargerðar 2. fundar stjórnar 2020-2021. Fundargerð samþykkt og verður birt á naut.is að fundi loknum.
  2. Haustfundur Auðhumlu verður haldinn föstudaginn 4. desember. Umræður um hugmyndir um áherslubreytingar í greiðslum fyrir próteininnihald mjólkur og efnahallann sem hefur farið mjög vaxandi undanfarin ár og stendur nú í 23,1 milljón lítrum. Málið verður til umræðu á haustfundi Auðhumlu á morgun.
  3. Rammasamningur. Fundur var haldinn í samninganefnd bænda vegna rammasamnings við ríkið 2. desember. Stjórn LK sammála um mikilvægi þess að ákvæði um tollamál í rammasamningi þurfi að vera skýr og taka mið af versnandi stöðu innlendrar framleiðslu frá gildistöku tollasamnings Íslands við ESB. Einnig töluvert rætt um loftslagsmál. Framkvæmdastjóra falið að taka saman athugasemdir og senda á stjórn BÍ.
  4. Önnur mál.
    1. Umræður um þátttöku nautakjötsframleiðenda í LK. Framkvæmdastjóra falið að skoða betur með verkefnastjóra.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 17:35.

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda