29. fundur stjórnar LK 2019-2020
21.01.2020
Tuttugasti og níundi fundur stjórnar LK 2019-2020 var haldinn miðvikudaginn 8. janúar kl. 20:30 í fundarsíma.
Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari, Rafn Bergsson og Bessi Freyr Vésteinsson, ásamt Margréti Gísladóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð.
Þetta var gert:
- Samþykkt fundargerðar 28. fundar stjórnar LK starfsárið 2019-2020. Fundargerð samþykkt og verður birt á naut.is að loknum fundi.
- Aðalfundur LK 2020 – Fyrirkomulag. Aðalfundur Landssambands kúabænda verður haldinn 27.-28. mars á Hótel Sögu í Reykjavík. Búið er að skrá undir „viðburðir“ á naut.is. Rætt um fyrirkomulag aðalfundarins en nokkrar áhyggjur hafa verið um að tími fyrir umræðu sé heldur knappur. Rætt var um fyrirkomulag Búnaðarþings 2018, sem mun aftur vera nýtt á Búnaðarþingi þessa árs sem haldið verður 2.-3. mars nk. Felur fyrirkomulagið í sér að stjórn LK mun funda og skipa í nefndir mánudaginn 9. mars en aðildarfélög eiga að senda upplýsingar um aðalfundarfulltrúa og tillögur í síðasta lagi laugardaginn 7. mars. Því er mikilvægt að brýna fyrir aðildarfélögum að skila upplýsingum til skrifstofu LK á tilsettum tíma. Í framhaldinu munu nefndirnar verða beðnar að taka til starfa við að skoða þau mál sem vísað verður til þeirra. Málin sem vísað hefur verið til fundarins verða meira unnin af hálfu LK þar sem keimlíkar tillögur verða sameinaðar líkt og í fyrra. Nefndirnar munu fá í hendur allar þær tillögur sem aðildarfélögin hafa sent til fundarins. Stjórn samþykkir. Heildarfjöldi fulltrúa er 28. Framkvæmdastjóri sendir út fundarboð til formanna aðildarfélaga LK föstudaginn 10. janúar og upplýsingar um breytt fyrirkomulag.
- Búnaðarþing. Óskað verður eftir tillögum til Búnaðarþings frá aðildarfélögum LK. Skilafrestur á tillögum er til 31. janúar.
- Önnur mál
- Næsti fundur stjórnar áætlaður í kringum 20. janúar.
- Framkvæmdanefnd búvörusamninga mun funda í lok janúar þar sem rætt verður um hámarksverð greiðslumarks. Verður tekið fyrir á næsta fundi stjórnar.
- Bókhaldsþjónusta. Aðstæður hjá núverandi bókhaldsfyrirtæki sem LK kaupir þjónustu af breyttust skömmu fyrir áramót. Framkvæmdastjóri athugar aðra möguleika.
Fleira var ekki gert og fundi lokið 21:25.
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda