Beint í efni

28 milljarða tjón

14.06.2013

Hin miklu flóð í Þýskalandi undanfarna daga hafa þegar valdið gríðarlegu tjóni í þarlendum landbúnaði. Talið er að tap bændanna nemi um 28 milljörðum króna vegna þess að akrar eru á kafi en fleiri hundruðir hektara hafa farið undir vatn. Alls hafa 18 þúsund bú lent í vanda vegna flóðanna og þar af 800 bú lent í alvarlegum vanda samkvæmt blaðinu Topagrar.

 

Flóðið hefur ekki einungis haft bein áhrif á uppskeruna heldur einnig riðlað öllum flutningum verulega. Þannig hefur ekki verið mögulegt að sækja mjólk á marga bæi, né koma með fóður á bæina sem tilheyrandi vandamálum/SS.