Beint í efni

28. fundur stjórnar LK 2019-2020

10.01.2020

Tuttugasti og áttundi fundur stjórnar LK 2019-2020 var haldinn sunnudaginn 5. janúar kl. 20:00 í fundarsíma.
Mætt eru Arnar Árnason formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður, Jónatan Magnússon ritari og Bessi Freyr Vésteinsson ásamt Margréti Gísladóttur framkvæmdarstjóra sem jafnframt ritar fundargerð. Rafn Bergsson forfallaðist á síðustu stundu og ekki var unnt að kalla inn varamann. Hann var upplýstur um ákvarðanir fundarins.

Gengið er til dagskrár:

  1. Samþykkt fundargerðar 27. fundar stjórnar LK starfsárið 2019-2020. Fundargerð samþykkt og verður birt á naut.is að loknum fundi.
  2. Tilnefningar í starfshópa vegna samnings um nautgriparækt. Samkvæmt samkomulagi um samning í nautgriparækt skulu skipaðir þrír starfshópar sem fjalla um a) aðlögunarsamninga, minni bú o.fl. b) verðlagsmál og c) loftslagsmál. Eiga allir hópar að skila tillögum 1. maí nk. BÍ hefur tvo fulltrúa í starfshópum a og b og einn í starfshópi c. Samkomulag er um að tilnefna eftirfarandi:
  1. Arnar Árnason sem aðalmann og Margréti Gísladóttur til vara
  2. Herdís Magna Gunnarsdóttir sem aðalmann og Rafn Bergsson til vara
  3. Jónatan Magnússon sem aðalmann og Lindu B. Ævarsdóttur til vara
  1. Önnur mál.
    Loftslagsskýrsla. Framkvæmdastjóri gerir tillögu að kynningarplani fyrir næsta stjórnarfund

Fundi slitið kl. 20:20

Margrét Gísladóttir, framkvæmdarstjóri Landssambands kúabænda